Starfsmenn Skákbúðarinnar veittu mér framúrskarandi þjónustu og sýndu einstaka þjónustulund. Öllum spurningum svarað um hæl af þekkingu og kunnáttu, og liðlegheitin má segja að séu í sérflokki! Heimasíðuna er auðvelt að skoða og allt mjög skýrt og greinilegt, m.a. upplýsingar um vörur og verð. Það eina sem laga mætti er að fækka skrefum þegar maður ætlar að greiða fyrir vörurnar, en það eru eflaust bara byrjunarhnökrar. Ég er mjög ánægð með viðskiptin við Skákbúðina, mæli eindregið með!