Einkakennsla á netinu hjá Alþjóðlegum meistara (IM)
Bættu þig með 1-1 einkatímum með alþjóðlegum meistara. Skilningur er lykilatriði til að taka framförum í skák og læra af mistökunum sínum. Kennslan byggist á að nemandin skilji hvað er að gerast á borðinu fremur en að læra langar leikjaraðir.
Davíð er þrautreyndur kennari og hefur kennt í Skákskóla Íslands sem og mörgum af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar gegnum tíðina. Hann er einnig einn af betri skákmönnum þjóðarinnar og er margfaldur Íslands og Norðurlandameistari.
Skákmeistari Reykjavíkur 2008, 2013 og 2022
Suðurlandsmeistari 2013, 2021, 2022
Íslandsmeistari í netskák 1999, 2010, 2011, 2012, 2014, 2015
Fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Víkingaklúbbins 2021
Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2022
Hentar vel fyrir 1000 (byrjendur) - 2000 eló stig. Farið er í byrjanir, miðtöfl, endatöfl, taktík o.s.frv. Tímarnir eru skemmtilegir þar sem nemdandinn tekur virkan þátt. Skák á að vera skemmtileg.
Einkatímarnir eru 1 klst hver og eru kenndir gegnum netið. Kennarinn mun hafa beint samband við nemandan til að finna hentuga tímasetningu fyrir kennsluna.